Grunur um smyglskútu

Mikil lögregluaðgerð hefur verið í gangi á sunnanverðum Austfjörðum í dag. Engar upplýsingar hafa fengist um málið frá lögreglu eða Landhelgisgæslu en eftir því sem næst verður komið mun málið tengjast skútu sem á að hafa komið upp að landinu í gær eða gærkvöldi, líklega með smyglfarm um borð.

Að sögn heimamanna sem rætt hefur verið við á Höfn og víðar var óvenju mikil flugumferð þar í gærkvöldi og það sem af er degi. M.a. þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar. Einnig mun lögreglulið hafa komið til Djúpavogs í nótt.

Skútan mun hafa snúið aftur til hafs og vera á siglingu frá landinu, samkvæmt óstaðfestum heimildum. Einnig er óstaðfestur orðrómur um að Landhelgisgæsla og lögregla ætli að taka skútuna.

Að sögn Landhelgisgæslunnar er að vænta tilkynningar síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert