Grunur um smyglskútu

Mik­il lög­regluaðgerð hef­ur verið í gangi á sunn­an­verðum Aust­fjörðum í dag. Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa feng­ist um málið frá lög­reglu eða Land­helg­is­gæslu en eft­ir því sem næst verður komið mun málið tengj­ast skútu sem á að hafa komið upp að land­inu í gær eða gær­kvöldi, lík­lega með smygl­farm um borð.

Að sögn heima­manna sem rætt hef­ur verið við á Höfn og víðar var óvenju mik­il flug­um­ferð þar í gær­kvöldi og það sem af er degi. M.a. þyrl­ur og flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Einnig mun lög­reglulið hafa komið til Djúpa­vogs í nótt.

Skút­an mun hafa snúið aft­ur til hafs og vera á sigl­ingu frá land­inu, sam­kvæmt óstaðfest­um heim­ild­um. Einnig er óstaðfest­ur orðróm­ur um að Land­helg­is­gæsla og lög­regla ætli að taka skút­una.

Að sögn Land­helg­is­gæsl­unn­ar er að vænta til­kynn­ing­ar síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert