Tilkynningar að vænta

Slöngubáturinn er knúinn aflmikilli utanborðsvél og því hraðskreiður.
Slöngubáturinn er knúinn aflmikilli utanborðsvél og því hraðskreiður. AS

Fyrir nokkrum dögum komu þrír menn með hraðskreiðan slöngubát til Djúpavogs. Þeir munu hafa borið því við að þeir ætluðu að kafa í firðinum. Enga kafarabúninga sáu menn í bátnum en marga bensínbrúsa. Nú grunar heimamenn að báturinn hafi verið notaður í tengslum við meint smyglmál.

Lögreglan gat ekki staðfest við mbl.is að þrír menn hafi verið teknir á Djúpavogi eða í nágrenni vegna málsins sem unnið hefur verið að í dag og nótt sem leið. Að málinu munu koma auk lögreglunnar á Eskifirði, Landhelgisgæslan, fíkniefnalögreglan og sérsveit Ríkislögreglustjóra.

Samkvæmd heimildum mbl.is er aðgerðin á mjög viðkvæmu stigi og að því loknu verður gefin út sameiginleg tilkynning stofnananna sem að málinu koma. Ákvörðun um sameiginlega tilkyninngu var tekin í nótt sem leið. 

Starfsmenn stofnana sem rætt hefur við hafa sumir sagt að þeim hafi verið gefin fyrirmæli um að segja ekki neitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert