Skútunnar enn leitað

Slöngubátur sem er talinn hafa verið notaður til að sækja …
Slöngubátur sem er talinn hafa verið notaður til að sækja fíkniefni. AS

Í sam­eig­in­leg­um aðgerðum lög­regl­unn­ar á Eskif­irði og lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu voru þrír menn hand­tekn­ir í nótt grunaðir um stó­felld fíkni­efna­brot. Tveir voru hand­tekn­ir við Djúpa­vog og einn í grennd við Höfn, sam­kvæmt til­kynn­ingu lög­regl­unn­ar.

Í bif­reið eins þeirra fannst um­tals­vert magn af fíkni­efn­um sem grun­ur leik­ur á um að hafi verið flutt til lands­ins sjó­leiðina. Lög­regl­an seg­ir, að ekki sé unnt að svo stöddu að greina frá því um hve mikið magn fíkni­efna er að ræða eða teg­und þar sem hvorki vigt­un né ná­kvæm grein­ing hafi farið fram. Ljóst sé þó að um tugi kílóa af fíkni­efn­um er um að ræða og af fleiri en einni teg­und.

Skútu, sem tal­in er að hafa verið notuð til að flytja efn­in til lands­ins, er nú leitað. Land­helg­is­gæsl­an stend­ur nú fyr­ir um­fangs­mikl­um aðgerðum við leit­ina þar sem notaðar eru þyrl­ur, flug­vél og varðskip. Um borð í varðskip­inu eru sér­sveit­ar­menn frá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.

Menn­irn­ir, sem hand­tekn­ir voru, eru all­ir um þrítugt. All­ir þeirra hafa komið við sögu lög­reglu áður og þar af tveir þeirra í tengsl­um við fíkni­efnam­is­ferli.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur tekið við rann­sókn máls­ins. Yf­ir­heyrsl­ur yfir hinum hand­teknu hafa staðið yfir og krafa um gæslu­v­arðhald verður lögð fram í kvöld. Við rann­sókn máls­ins hef­ur lög­regl­an fram­kvæmt hús­leit­ir á tveim­ur stöðum og lagt m.a. hald á lít­ils­hátt­ar af fíkni­efn­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert