Vill að Reykjavík eignist lóðir í miðborginni

Fríkirkjuvegur 11.
Fríkirkjuvegur 11.

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, segist vera að undirbúa tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur sem fjallar um að Reykjavíkurborg leysi til sín lóðir og eignir félaga og fyrirtækja í eigu Björgólfsfeðga. Um er að ræða m.a. lóðir á svonefndum Listaháskólareit við Laugaveg og húsið Fríkirkjuveg 11.

Ólafur segir, að það sé þýðingarmikið fyrir borgarbúa, að forða því skipulagsslysi, sem tilkoma risavaxins Listaháskóla við Laugaveg hefði orðið. Á sama hátt sé brýnt að borgin geti ráðist í atvinnuskapandi uppbyggingu á áður áætluðum Listaháskólareit við Laugaveg í anda menningarsögu borgarinnar og til eflingar ferðamennsku og gjaldeyrissköpun.

Þá sé mjög ólíklegt, að núverandi eigendur Fríkirkjuvegar 11 geti staðið við skuldbindingar sínar um að endurreisa og viðhalda þeim menningarverðmætum, sem felist í þeirri eigninni og lóðinni sem hún stendur á.

Borgin ætti því að fá tækifæri til að fá aftur forræði yfir þessum eignum gegn litlu sem engu gjaldi, enda skuldi eigendur þeirra almenningi í raun margfalt meira með þeirri fjármálaóráðsíu sem þeir ætli almenningi að borga, segir í tilkynningu frá Ólafi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert