Allar forsendur bresta

Frá Bíldudal
Frá Bíldudal mbl.is/Árni Sæberg

„Ef byggðakvótinn verður tekinn af bresta allar forsendur fyrir útgerð og fiskvinnslu á Bíldudal,“ segir Haraldur Haraldsson, einn af eigendum Perlufisks, sem er með útgerð og fiskvinnslu á Bíldudal. Um 40 vinna hjá Perlufiski, sem er stærsti vinnuveitandinn á staðnum.

Perlufiskur gerði samning við Vesturbyggð um uppbyggingu fiskvinnslu á Bíldudal. Sveitarfélagið úthlutaði fyrirtækinu hluta Bíldudals og Vesturbyggðar í svonefndum byggðakvóta, alls um 200 þorskígildistonnum, á síðasta ári og til stóð að það yrði einnig gert í ár.

Blikur eru á lofti hjá fiskvinnslufyrirtækjum sem byggt hafa á byggðakvóta vegna fyrirætlunar Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að úthluta ekki byggðakvóta í sumar en verja kvótanum til svokallaðra strandveiða með handfærum.

Perlufiskur gerir út fimmtán tonna línubát og leigir 30 tonna snurvoðarbát til þess að afla hráefnis fyrir vinnsluna. Fyrirtækið á ekki kvóta og þarf að leigja allar aflaheimildir fyrir útgerð og vinnslu, umfram byggðakvótann. Haraldur segir að byggðakvótinn geri það mögulegt að leigja dýran kvóta fyrir vinnsluna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert