Fagna vændislögum

Erlendis er götuvændi víða algengt.
Erlendis er götuvændi víða algengt.

Femínistafélag Íslands fagnar því að Ísland skuli feta í fótspor Svía
og Norðmanna með því að gera kaup á vændi refsiverð.

Í tilkynningu frá félaginu segir að vændi sé „ein tegund kynferðisofbeldis“ og að sé lagasetning „mikilvægur þáttur í að sporna gegn vændi“.

Eins og fram kom í fréttaskýringu Andrésar Þorleifssonar í Morgunblaðinu í dag getur kaupandi vændisþjónustu nú átt yfir höfði sér sektir eða allt að eins árs fangelsi. Lagafrumvarpið var samþykkt á Alþingi sl. föstudag, en með samþykkt þess bættist Ísland í hóp ríkja sem fara svokallaða „sænsku leiðina,“ þ.e. refsa vændiskaupandanum.

Sú leið hefur verið afar umdeild, en athygli vekur að einungis tók um tvo mánuði að koma málinu í gegn í þinginu.

Alls greiddu 27 þingmenn atkvæði með frumvarpinu. Sextán þingmenn sátu hjá, aðallega þingmenn Sjálfstæðisflokks. Þrír þingmenn sama flokks greiddu atkvæði gegn frumvarpinu; Björn Bjarnason, Jón Magnússon og Kjartan Ólafsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert