Íslendingar gengu ekki út

Sæti Ísraelsmanna er autt á ráðstefnunni í Genf.
Sæti Ísraelsmanna er autt á ráðstefnunni í Genf. Reuters

Hvorki Íslend­ing­ar né Norðmenn gengu út af Dur­ban II ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna um kynþátta­for­dóma í dag er Mahmoud Ahma­dinejad Írans­for­seti sagði í ræðu sinni á ráðstefn­unni að stjórn kynþátta­hat­urs hefði verið mynduð í Miðaust­ur­lönd­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um ís­lenska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins hafa Íslend­ing­ar litið til annarra Norður­landa í mál­inu og var í þessu til­felli ákveðið að fylgja Norðmönn­um, sem sátu áfram í saln­um, er full­trú­ar nokk­urra Evr­ópuþjóða gengu út. Ekki hafa borist ná­kvæm­ar frétt­ir af því hverj­ur gengu út en sam­kvæmt frétt­um AFP gengu a.m.k. full­trú­ar tíu þjóða út.

Gert er ráð fyr­ir að full­trú­ar þeirra gangi aft­ur í sal­inn er Ahma­dinejad hef­ur lokið máli sínu.

Þykir ljóst að hann hafi með orðum sín­um hafi Ahma­dinejad vísað til nýrr­ar rík­i­s­tjórn­ar Ísra­els.

Þrír full­trú­ar Íslands sitja ráðstefn­una en Ástr­al­ar, Banda­ríkja­menn, Hol­lend­ing­ar, Ísra­el­ar, Ítal­ir, Kan­ada­menn, Ný­sjá­lend­ing­ar og Þjóðverj­ar hættu við þátt­töku í ráðstefn­unni. Ástæðan var bæði þátt­taka Ahma­dinejads og óánægja með lo­ka­upp­kast að loka­skjali ráðstefn­unn­ar.

Þá kölluðu Ísra­el­ar sendi­herra sinn í Sviss heim í dag eft­ir að for­seti þeirra hitti Ahma­dinejad. Hann hef­ur m.a. af­neitað hel­för nas­ista gegn gyðing­um en minn­ing­ar­dag­ur um hel­för­ina er í Ísra­el í dag.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert