Íslendingar taka sjálfstæðar ákvarðanir

Frá fundinum í Genf í dag.
Frá fundinum í Genf í dag. Reuters

Utanríkisráðuneytið vill taka það fram að fulltrúar Íslands hafi sjálfir ákveðið að sitja áfram á Durban II ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma, sem fram fer í Genf í Sviss. Margir gengu hins vegar út af fundinum eftir að Íransforseti sagði að stjórn kynþáttahaturs hefði verið mynduð í Mið-Austurlöndum.

Fulltrúar Norðmanna sátu jafnframt áfram eftir ummælin. Utanríkisráðuneytið tekur fram að þrátt fyrir að Norðurlöndin fylgist oft að þá sé það ekki rétt að fulltrúar Íslands hafi ákveðið að fylgja eftir ákvörðun Norðmanna, líkt og kom fram í frétt á mbl.is fyrr í dag. Íslendingar taki sjálfstæðar ákvarðanir í þessum efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert