Konur í vandræðum á Öræfajökli

Félagar úr Björgunarfélagi Hornafjarðar eru nú á leið á Öræfajökul að sækja þrjár konur sem eru í vandræðum þar. Konurnar, sem hafa gengið frá Jökulheimum yfir Vatnajökul, eru nú staddar ofan við Tjaldskarð á Öræfajökli.

Að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar er símasamband  við konurnar og amar ekkert að þeim annað en þreyta og afar þungt færi en mjög mikið hefur snjóað á jöklinum um helgina.
 
Búist er við að björgunarsveitin verði komin að konunum í fyrsta lagi um hádegisbil.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert