Moka þurfti tjöld kvennanna upp

Moka þurfti tjöld kvennanna upp.
Moka þurfti tjöld kvennanna upp.

Björgunarsveitamenn úr Björgunarfélagi Hornafjarðar eru nú komnir til byggða með þrjár konur sem sóttar voru á Öræfajökul í dag en ekið var með þær til Hornafjarðar. Aftakaveður gerði jöklinum í nótt og fennti mikið og þurfti að moka tjöld og annan búnað kvennanna upp.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu var ástand kvennanna nokkuð gott en aðstæður á jöklinum voru afar erfiðar. 

Konurnar þrjár hafa undanfarna 10 daga gengið yfir Vatnajökul frá Jökulheimum og voru komnar að Tjaldskarði á Öræfajökli þar sem þær létu fyrirberast í nótt.

Tjöld kvennanna fennti nánast í kaf.
Tjöld kvennanna fennti nánast í kaf.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert