Ranglega festir bílstólar algengasta dánarorsökin

Þorkell Þorkelsson

Ítarleg rannsókn á fjölda látinna barna og áverka á börnum inni í bílum hefur í fyrsta skipti verið gerð á Íslandi. Herdís Storgaard hjá Forvarnahúsi segir að erfitt sé að gera slíkar rannsóknir, verkefnið sé mjög viðamikið og þessi rannsókn hefur tekið langan tíma, hófst árið 2005. Niðurstöðurnar voru kynntar nýlega og þær sýna að algengustu orsakir fyrir slysum eða dauða barna í bílum er að barnastóllinn er ranglega festur eða notast er við rangan búnað.

„Það eru alltaf til upplýsingar um þá sem deyja og mikil framför hefur orðið eftir að rannsóknarnefnd umferðarslysa kom til. Skráning yfir þá sem koma slasaðir inn á slysadeild í Fossvogi hefur sífellt orðið betri og slysaskrá er núna vistuð hjá landlækni,“ segir Herdís. Þess vegna hafi nú verið hægt að ráðast í rannsókn af þessum toga, en til skamms tíma voru þessar upplýsingar ekki aðgengilegar. Herdís segir mjög mikilvægt hafa verið að gera íslenska rannsókn því erlendar rannsóknir sé ekki alltaf hægt að heimfæra upp á íslenskan raunveruleika.

40% með rangan búnað

Samhliða þessari rannsókn fór fram hliðarrannsókn þar sem kannaður var öryggisbúnaður barna í bílum í tengslum við leikskólana. Niðurstöður úr henni sýna að í aldurshópnum 6-9 ára hafi mörg börnin verið eingöngu í bílbelti og mjög mörg í framsæti. „Það finnst mér óhugnanlegt,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert