Skútan á leið í land

Skipin á siglingu suðaustur af landinu nú síðdegis.
Skipin á siglingu suðaustur af landinu nú síðdegis. mbl.is/Árni Sæberg

Belg­íska seglskút­an Sir­taki, sem notuð var til að smygla 109 kíló­um af fíkni­efn­um til Íslands um helg­ina, er nú á leið til Íslands í fylgd varðskips­ins Týs. Skip­in eru nú um 45 sjó­míl­ur suður af Hval­bak og var meðfylgj­andi mynd tek­in þar. Hafa þau lagt að baki 110 sjó­míl­ur frá því Týr sigldi skút­una uppi á ell­efta tím­an­um í gær­kvöldi en þá var skút­an  65 sjó­míl­ur frá Fær­eyj­um.

Eiga skip­in tvö nú eft­ir um 80 sjó­mílna sigl­ingu til Eskifjarðar en gert er ráð fyr­ir að þau komi þangað í fyrra­málið. Veður er sæmi­legt á þess­um slóðum og er vind­hraði um 25 hnút­ar eða 12-15 metr­ar á sek­úndu. 

Skút­an er 40 fet á lengd og skráð í Belg­íu. Hún er í eigu fyr­ir­tæk­is, sem heit­ir Chann­el Sail­ing og leig­ir út skút­ur og báta. 

Þrír menn voru um borð í skút­unni þegar sér­sveit­ar­menn fóru um borð í hana í gær­kvöldi. Voru þeir hand­tekn­ir og eru á leið til lands í skip­un­um.

TF-Sýn, flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, flaug yfir skip­in nú síðdeg­is. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert