„Sýður á mönnum vegna 5% landsbyggðarskattsins“

„Það sýður á mönn­um vegna þessa 5% lands­byggðarskatts, sem við köll­um þær fyrn­ing­ar­hug­mynd­ir afla­heim­ilda sem Sam­fylk­ing­in og VG hafa verið að boða. Þannig að ég reikna með fjöl­menni á fund­inn í kvöld,“ seg­ir Ólaf­ur Rögn­valds­son, fram­kvæmda­stjóri Hraðfrysti­húss Hell­is­sands hf. og formaður Útvegs­manna­fé­lags Snæ­fells­ness.

Fé­lagið hef­ur í sam­vinnu við Snæ­fell, fé­lag smá­báta­eig­enda á Snæ­fellsnesi, boðað til fund­ar með full­trú­um allra flokka í fé­lags­heim­il­inu Klifi í Ólafs­vík klukk­an 20 í kvöld.

Sverr­ir Pét­urs­son, út­gerðar­stjóri hjá Hraðfrysti­hús­inu-Gunn­vöru hf., er harðorður í garð fyrn­ing­ar­leiðar­inn­ar í grein sem hann birt­ir á vef BB á Ísaf­irði. Hann seg­ir að hug­mynd­um um fyrn­ingu afla­heim­ilda um 5% á ári  megi e.t.v. best líkja við skottu­lækn­ing­ar. Sjúk­ling­ur­inn sé sjaldn­ast til frá­sagn­ar eft­ir aðgerð.

Sverr­ir seg­ir í grein sinni að Sam­fylk­ing­in leggi of­urkapp á aðild að ESB og að Ísland sé virkt í sam­fé­lagi þjóðanna. Útgerðar­stjór­inn seg­ir í lok grein­ar­inn­ar um fyrn­ing­ar­hug­mynd­ir afla­heim­ilda; „Þær eru aðför að ábyrgri fisk­veiðistjórn­un, aðför að rekst­ar­grund­velli sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, aðför að at­vinnu­ör­yggi sjó­manna og fisk­verka­fólks og síðast en ekki síst ávís­un á verðfall eigna fólks í NV-kjör­dæmi.“

Grein Sverr­is Pét­urs­son­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert