Tengist ekki endurreisnarhópi

Þór Jónsson.
Þór Jónsson.

Þór Jónsson, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, segist ekki tengjast hópi sem kallar sig Áhugafólk um endurreisn Íslands. En hópurinn lét birta auglýsingu í dagblöðunum um helgina þar sem varað er við vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Þór segist aðeins hafa verið beðinn um að kanna auglýsingaverð fyrir hópinn, sem hann hafi gert.

„Skattahækkanir. Það boðar vinstri stjórn! Samfylkingin og Vinstri grænir áforma skatta ofan á staðgreiðsluskatta,“ segir í auglýsingunni. „Við viljum ekki skattpínt þjóðfélag,“ segir jafnframt í lok auglýsingarinnar.

Þór segist í samtali við mbl.is aðeins hafa verið beðinn um að athuga hvað það kosti að auglýsa bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Það hafi hann gert og komið skilaboðunum áleiðis. „Ég tók þetta að mér vegna þess að ég var beðinn um það að athuga þetta. Mér fannst það lítið mál en finnst það meira mál núna,“ segir Þór. Hann segist ekki vinna fyrir hópinn.

Spurður út í það hverjir standi á bak auglýsinguna segir Þór: „Ég reikna með því að þessi hópur um endurreisn Íslands gefi sig fram á einhverju stigi, en það bara er mér óviðkomandi,“ segir Þór.

Þá tekur hann fram að þetta tengist ekki á nokkurn hátt starfi hans sem upplýsingafulltrúa hjá Kópavogsbæ.

Auglýsingin sem birtist um helgina.
Auglýsingin sem birtist um helgina.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka