Þurrausinn í nóvember

Útlit er fyrir að Atvinnuleysistryggingasjóður verði uppurinn um miðjan nóvember. Sjóðurinn er ríkistryggður og því þarf ríkið að tryggja honum fjármagn.

Upplýsingar um stöðu Atvinnuleysistryggingasjóðsins um síðustu áramót liggja nú fyrir. Að sögn Sigurðar P. Sigmundssonar, forstöðumanns rekstrarsviðs Vinnumálastofnunar, reyndist eiginfjárstaða hans vera 15,8 milljarðar. Tekjur þessa árs eru áætlaðar um 6 milljarðar. Sjóðurinn mun því hafa úr að spila 21,8 milljörðum á þessu ári. Áætlanir gera hins vegar ráð fyrir að útgjöld sjóðsins á þessu ári verði 25,3 milljarðar og því vantar 3,5 milljarða upp á að sjóðurinn geti staðið undir skuldbindingum sínum.

Út frá þessum tölum má áætla, að sjóðurinn verði tómur orðinn um miðjan nóvember. Þessi niðurstaða er í takt við spár, sem gerðar voru um stöðu sjóðsins í byrjun ársins. Sigurður segir að búið sé að kynna stöðu sjóðsins fyrir Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur félags- og tryggingamálaráðherra og hún sé búin að kynna hana í ríkisstjórn.

Sjóðurinn hefur tekjur af svokölluðu atvinnutryggingagjaldi. Gjaldið var áður 0,82% en var lækkað niður í 0,68% í byrjun árs 2005. Á þeim tíma var atvinnuástandið gott og ekki talin þörf á því að gjaldið væri svona hátt.

Nú er staðan orðin sú að þeir fjármunir sem safnast hafa í sjóðinn í gegnum árin hafa ekkert að segja upp í þá gríðarlegu aukningu atvinnuleysis, sem orðið hefur á þessu ári. Að sögn Sigurðar hefur sjóðurinn mest greitt út um 5 milljarða á ári en nú stefni sú tala í 25 milljarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert