Lífeyrissjóðir telja Landspítalaáformin áhugaverð

mbl.is/Ómar

Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítala, kynnti í dag fyrir fulltrúum lífeyrissjóða breytt áform um uppbyggingu nýs háskólasjúkrahúss í ljósi skýrslu sem hún fékk um málið frá norskum hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækjum.

Hulda og þrír framkvæmdastjórar spítalans, Björn Zoega, Jóhannes M. Gunnarsson og Ingólfur Þórisson, mættu á fund á vegum Landssamtaka lífeyrissjóða,  vegna mögulegrar þátttöku lífeyrissjóða í fjármögnun verkefnisins. Fimmtán fulltrúar lífeyrissjóða hlýddu á kynningu fjórmenninganna og fengu upplýsingar um stöðu málsins.

Á heimasíðu Landssambands lífeyrissjóða segir: „Framkvæmdaáformin í breyttri mynd eru mjög áhugaverð, sem og sjálft verkefnið. Málið er á frumstigi og það bíður nú nýrrar ríkisstjórnar að taka pólítíska ákvörðun um framhaldið. Fulltrúar lífeyrissjóðanna munu fylgjast með gangi mála. Þeir munu, ef eftir slíku verður leitað, kanna rækilega í samstarfi við stjórnvöld og ráðamenn Landspítala  hvort grundvöllur sé fyrir því að sjóðirnir komi að fjármögnun verkefnisins og á hvern hátt það geti gerst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka