Akureyri: svifryk oft yfir mörkum

Glerárgata á Akureyri þar sem svifryk hefur oft mælst mikið.
Glerárgata á Akureyri þar sem svifryk hefur oft mælst mikið. mbl.is/Skapti

Á síðasta ári mældist svifryk á Akureyri yfir heilsuverndarmörkum í 32 daga en skv. evrópskri reglugerð mátti rykið ekki fara yfir þau mörk nema 18 daga ársins. Svifryk hefur verið vandamál í höfuðstað Norðurlands síðustu ár, einn mælir hefur verið í bænum, á mótum Glerárgötu og Tryggvabrautar. Nú eru þeir tveir og báðir nýir; annar á sama stað og sá gamli en hinn er færanlegur. Fyrst í stað verður hann á brekkunni í grennd við leikskólann Pálmholt.

Á næsta ári ber Akureyri, skv. áðurnefndri reglugerð, að hafa fækkað þeim dögum niður í sjö, þar sem  svifryk mælist yfir heilsuverndarmörkum

Akureyrarbær vonast til þess að með nýjum mælum, og fjölgun um einn, verði mögulegt að hefa frekari fyrirbyggjandi aðgerðir gegn svifryki en hingað til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka