Akureyri: svifryk oft yfir mörkum

Glerárgata á Akureyri þar sem svifryk hefur oft mælst mikið.
Glerárgata á Akureyri þar sem svifryk hefur oft mælst mikið. mbl.is/Skapti

Á síðasta ári mæld­ist svifryk á Ak­ur­eyri yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um í 32 daga en skv. evr­ópskri reglu­gerð mátti rykið ekki fara yfir þau mörk nema 18 daga árs­ins. Svifryk hef­ur verið vanda­mál í höfuðstað Norður­lands síðustu ár, einn mæl­ir hef­ur verið í bæn­um, á mót­um Gler­ár­götu og Tryggvabraut­ar. Nú eru þeir tveir og báðir nýir; ann­ar á sama stað og sá gamli en hinn er fær­an­leg­ur. Fyrst í stað verður hann á brekk­unni í grennd við leik­skól­ann Pálm­holt.

Á næsta ári ber Ak­ur­eyri, skv. áður­nefndri reglu­gerð, að hafa fækkað þeim dög­um niður í sjö, þar sem  svifryk mæl­ist yfir heilsu­vernd­ar­mörk­um

Ak­ur­eyr­ar­bær von­ast til þess að með nýj­um mæl­um, og fjölg­un um einn, verði mögu­legt að hefa frek­ari fyr­ir­byggj­andi aðgerðir gegn svifryki en hingað til.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert