Ástþór vill skoða reikninga Sjálfstæðisflokksins

Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.
Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar.

Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar spyr hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki endurgreitt 55 milljóna króna styrki frá FL Group og gamla Landsbankanum. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins segir peningana til á reikningi flokksins og styrkirnir verði endurgreiddir fljótlega. Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hafnaði því að Ástþór fengi að skoða bækur Sjálfstæðisflokksins og sannreyna að peningarnir væru til.

Ástþór skrifar um málið á kosningavef Lýðræðishreyfingarinnar og birtir jafnframt upptöku af símtali við Grétu Ingþórsdóttur, starfandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

„Framkvæmdastjóri Sjálfstæðiflokksins segist vera með 55 milljónir króna tilbúnar á reikningi flokksins en flokkurinn ætlar ekki að endurgreiða ofurstyrki fyrir kosningar,“ skrifar Ástþór á kosningavef Lýðræðishreyfingarinnar.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins var spurður um endurgreiðslu styrkjanna í morgunþætti Bylgjunnar í morgun. Bjarni sagði styrkina verða endurgreidda í síðasta lagi 1. júní.

Umfjöllun Ástþórs Magnússonar um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert