Ferðamenn flykkjast til Íslands

Á sama tíma og kreppa bítur Íslendinga þá flykkjast ferðamenn til landsins. Ástæðan er einkum hrun íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. AFP fréttastofan hefur einum þeirra, Will Delaney, 22 ára gömlum Kanadamanni að í fyrra hafi fengist 60 krónur fyrir einn Kanadadal en nú fáist 105 krónur fyrir dalinn. Segir AFP að þúsundir ferðamanna komi nú til Íslands vegna hruns krónunnar. Í fyrra komu ríflega 10.500 Kanadamenn til Íslands sem er 68% aukning frá árinu 2007. Alls hafi 502 þúsund ferðamenn komið til Íslands á síðasta ári. 

Í frétt AFP er fjallað um fall krónunnar á síðasta ári og haft eftir Ólöfu Ýr Atladóttur, ferðamálastjóra, að þetta hafi ekki haft slæm áhrif á ferðamannaiðnaðinn á Ísland því fyrir kreppu hafi Ísland verið mjög dýr ferðamannastaður.

Delaney segir að nú sé hægt að ferðast til Íslands fyrir tvö hundruð dali, eitthvað sem hafi ekki verið mögulegt fyrir efnahagshrunið. Hann dvelur á Íslandi í tvær vikur, bæði við vinnu og leik en hann er nemandi í orkufræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert