Helgi Vilhjálmsson sælgætisframleiðandi í Góu segist að minnsta kosti ekki stunda súlustaði þótt hann eigi sér vissulega dýrt áhugamál. Hann birtir reglulega auglýsingar í blöðum til að vekja athygli á aðbúnaði aldraðra en hann vill að Lífeyrissjóðirnir leggi fé í hjúkrunarheimili. Jóhanna Sigurðardóttir lofaði Helga því í morgun að koma á fundi með honum og Lífeyrissjóðunum en Helgi afhenti henni undirskriftir 21 þúsund Íslendinga sem vilja taka til í sjóðunum.
Helgi var harðorður um stjórnendur sjóðanna sem hann hefur gagnrýnt um margra ára skeið. Sjálfur gekk hann í Lífeyrissjóð árið 1964. Hann segir ótrúlegt að stjórnendur hafi sumir hverjir þrjár milljónir í laun á mánuði og aki um á kádilják-jeppa. Hann vill að Jóhanna Sigurðardóttir beiti sér. Hún lofaði því að koma á fundi með Helga og stjórnendum sjóðanna innan sextíu daga.