Mynd 1 af 23Skútan er í eigu fyrirtækis, sem heitir Channel Sailing og leigir út skútur og báta.mbl.is/Árni Sæberg
Mynd 2 af 23Seglskútan, sem Landhelgisgæslan veitti eftirför á Atlantshafi á sunnudag, heitir Sirtaki og er 40 fet á lengd, skráð í Belgíu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.mbl.is/Árni Sæberg
Mynd 3 af 23Seglskútan, sem Landhelgisgæslan veitti eftirför á Atlantshafi á sunnudag.mbl.is/Árni Sæberg
Mynd 4 af 23Smyglskútan Sirtakimbl.is/Árni Sæberg
Mynd 5 af 23Smyglskútan Sirtakimbl.is/LHG
Mynd 6 af 23Flugvélakostur Landhelgisgæslunnar á Höfn í Hornafirði.mbl.is/LHG
Mynd 7 af 23Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra flugu með þyrlu Landhelgisgæslunnar út að varðskipinu Tý og sigu niður í varskipið.mbl.is/LHG
Mynd 8 af 23Sérsveitarmenn fóru frá varðskipinu um borð í skútuna og handtóku þrjá menn sem voru að því loknu færðir um borð í varðskipið.mbl.is/LHG
Mynd 9 af 23Þrír íslenskir karlmenn sem handteknir voru á laugardagskvöld vegna rannsóknar smyglmálsins, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí.mbl.is/Golli
Mynd 10 af 23Þrír íslenskir karlmenn sem handteknir voru á laugardagskvöld vegna rannsóknar smyglmálsins, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí.mbl.is/Golli
Mynd 11 af 23Þrír íslenskir karlmenn sem handteknir voru á laugardagskvöld vegna rannsóknar smyglmálsins, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí.mbl.is/Golli
Mynd 12 af 23Þrír íslenskir karlmenn sem handteknir voru á laugardagskvöld vegna rannsóknar smyglmálsins, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí.mbl.is/Golli
Mynd 13 af 23Varðskipið Týr stöðvaði skútuna undir miðnætti á sunnudagskvöld, djúpt út af SA-landi. mbl.is/LHG
Mynd 14 af 23Sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra fóru um borð og handtóku þremenningana sem þar voru, tvo Íslendinga og einn Hollending. Íslendingarnir voru fluttir um borð í varðskipið Tý en Hollendingurinn varð eftir í skútunni ásamt sérsveitarmönnum.mbl.is/LHG
Mynd 15 af 23Hraðbáturinn sem þremenningarnir notuðu til að sækja fíkniefnin hefur verið til sölu hjá Íspörtum. Hann er af gerðinni Valiant DR 620, árgerð 2007, og með 175 hp Mercury Optimax utanborðsvél, siglingatækjum, talstöð o.fl. Ásett verð var 4,5 milljónir. Samkvæmt upplýsingum frá Íspörtum var báturinn leigður á fimmtudag í síðustu viku til köfunar vestur á fjörðum. Skila átti bátnum á sunnudagskvöld.mbl.is/AS
Mynd 16 af 23Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu efndi til blaðamannafundar vegna smyglmálsins.mbl.is/Júlíus
Mynd 17 af 23Um 109 kíló af fíkniefnum, amfetamín, marijúana, hass og e-töflur, voru flutt með skútunni til landsins. Sex manns hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins, þar af þrír um borð í skútunni.mbl.is/Júlíus
Mynd 18 af 23Um er að ræða sameiginlega aðgerð Landhelgisgæslunnar, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Eskifirði og sérsveitar ríkislögreglustjóra sem hófst með handtöku þriggja manna á Austurlandi á laugardagskvöld.mbl.is/Júlíus
Mynd 19 af 23Hluti fíkniefnanna sem smyglað var til landsins með skútunni.mbl.is/Júlíus
Mynd 20 af 23Varðskipið Týr kemur til Eskifjarðar með belgísku skútuna Sirtaki að morgni þriðjudags.mbl.is/Helgi Garðarsson
Mynd 21 af 23Varðskipið Týr kemur til Eskifjarðar með belgísku skútuna Sirtaki að morgni þriðjudags.mbl.is/Helgi Garðarsson
Mynd 22 af 23Tölverður viðbúnaður lögreglu var við höfnina á Eskifirði þegar Týr kom með Sirtaki til hafnar.mbl.is/Helgi Garðarsson
Mynd 23 af 23Þremenningarnir sem um borð voru, tveir Íslendingar og einn Hollendingur, voru fluttir til Egilsstaða þar sem þeir voru leiddir fyrir dómara og gæsluvarðhalds krafist yfir þeim, líkt og Íslendingunum þremur sem handteknir voru á sunnudag.mbl.is/Helgi Garðarsson
Þremenningarnir sem voru um borð í belgísku skútunni Sirtaki verða leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Austurlands þar sem farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Varðskipið Týr kom með skútuna til hafnar á Eskifirði um áttaleytið í morgun.
Þrír menn voru handteknir í fyrradag og voru þeir úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 11. maí. Þrír menn voru um borð í Sirtaki þegar sérsveitarmenn fóru um borð í skútuna í fyrrakvöld, tveir Íslendingar og einn Hollendingur.
Áhöfn íslensks fiskiskips sem var að veiðum suðaustur af landinu á laugardaginn gerði lögreglunni viðvart um ferðir Sirtaki sem þá var á leið til landsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þótti sjómönnunum grunsamlegt að sjá skútu á þessum slóðum á þessum árstíma.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði á blaðamannafundi í gær að aðgerðirnar, sem leiddu til handtöku sex manna og haldlagningar 109 kg af fíkniefnum, hefðu verið í tengslum við rannsókn sem fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tollgæslan hefðu unnið að í sameiningu í allnokkurn tíma.