Leiddir fyrir dómara

mbl.is/Helgi Garðarsson

Þre­menn­ing­arn­ir sem voru um borð í belg­ísku skút­unni Sir­taki verða leidd­ir fyr­ir dóm­ara í héraðsdómi Aust­ur­lands þar sem farið verður fram á gæslu­v­arðhald yfir þeim. Varðskipið Týr kom með skút­una til hafn­ar á Eskif­irði um átta­leytið í morg­un.

Þrír menn voru hand­tekn­ir í fyrra­dag og voru þeir úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 11. maí. Þrír menn voru um borð í Sir­taki þegar sér­sveit­ar­menn fóru um borð í skút­una í fyrra­kvöld, tveir Íslend­ing­ar og einn Hol­lend­ing­ur.

Áhöfn ís­lensks fiski­skips sem var að veiðum suðaust­ur af land­inu á laug­ar­dag­inn gerði lög­regl­unni viðvart um ferðir Sir­taki sem þá var á leið til lands­ins. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins þótti sjó­mönn­un­um grun­sam­legt að sjá skútu á þess­um slóðum á þess­um árs­tíma.

Stefán Ei­ríks­son, lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, sagði á blaðamanna­fundi í gær að aðgerðirn­ar, sem leiddu til hand­töku sex manna og hald­lagn­ing­ar 109 kg af fíkni­efn­um, hefðu verið í tengsl­um við rann­sókn sem fíkni­efna­deild lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og toll­gæsl­an hefðu unnið að í sam­ein­ingu í all­nokk­urn tíma.

mbl.is/​Helgi Garðars­son
mbl.is/​Helgi Garðars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert