Þrjátíu ökumenn voru staðnir að hraðakstri í Skógarseli í Reykjavík í gær en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem var búin myndavélabúnaði. Á einni klukkustund eftir hádegi óku 250 ökutæki suður Skógarsel fram hjá bensínstöð N1s. Alls óku 12% ökumanna því of hratt eða yfir afskiptahraða.
Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 63 km á klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 71 km hraða.
Fyrir ári var lögreglan við hraðamælingar á þessum sama stað í Skógarseli og þá óku 21% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða en þá var mun minni umferð um götuna (117 ökutæki). Meðalhraði hinna brotlegu í fyrra var líka 63 km/klst, að því er fram kemur á vef lögreglunnar.
Þá voru 14 staðnir að hraðakstri í Furugrund í Kópavogi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í austurátt, að Víðigrund. Á einni klukkustund fyrir hádegi fóru 27 ökutæki þessa akstursleið og því óku 52% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 45 km á klst. en þarna er 30 km hámarkshraði. Fjórir óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 54.
Á sama tíma á síðasta ári óku hlutfallslega færri of hratt eða yfir afskiptahraða, eða 38%. Meðalhraði hinna brotlegu í fyrra var líka 45 km á klst.
Fimmtíu og fjórir voru staðnir að hraðakstri í Grænatúni í Kópavogi á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í austurátt, við Bæjartún. Á einni klukkustund eftir hádegi fóru 85 ökutæki þessa akstursleið og því óku 64% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 48 km á klst. en þarna er 30 km hámarkshraði. Tuttugu óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 64.
Fyrir ári var lögreglan við hraðamælingar á þessum sama stað í Grænatúni og þá óku sömuleiðis mjög margir of hratt eða yfir afskiptahraða, eða 76%. Meðalhraði hinna brotlegu í fyrra var líka 48 km/klst.
Þá voru 83 voru staðnir að hraðakstri á Digranesvegi í Kópavogi á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í austurátt, gegnt Menntaskólanum í Kópavogi. Á einni klukkustund fyrir hádegi fóru 163 ökutæki þessa akstursleið og því óku 51% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km á klst. en þarna er 30 km hámarkshraði. Þrír óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 53.
Fyrir ári var lögreglan við hraðamælingar á þessum sama stað á Digranesvegi og þá óku sömuleiðis 51% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu er einnig sá sami á milli ára en í fyrra var hann líka 43 km á klst.