Ökumaður fólksbifreiðar missti stjórn á bifreiðinni á Digranesvegi í Kópavogi með þeim afleiðingum að bifreiðin hafnaði á ljósastaur. Lögreglan og sjúkralið er á staðnum, en tilkynning barst um kl. 13:50. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins er ökumaðurinn ekki alvarlega meiddur.
Verið er að þrífa á vettvangi en frostlögur er á meðal þess sem hefur lekið á veginn.
Í fyrstu var talið að ökumaðurinn sæti fastur í bifreiðinni, en hann var komin út úr henni þegar sjúkralið kom á vettvang.