Samið um fjármögnun skólabyggingar

Íslandsbanki og Fljótsdalshérað hafa gert með sér samning um fjármögnun á ný- og endurbyggingu við Grunnskólann á Egilsstöðum. Verkefnið er eitt það stærsta sem sveitarfélagið hefur ráðist í en gert er ráð fyrir að nýja byggingin verði rúmir fjögur þúsund fermetrar.

Á vef Fljótsdalshéraðs kemur fram að jafnframt verður unnið að endurbótum á eldri hluta skólans samhliða nýbyggingunni. Verkið hófst vorið 2008 og áætlað er að því ljúki endanlega á árinu 2010 en þá mun skólinn hafa á að skipa heildarrými upp á tæplega sjö þúsund fermetra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert