Fær skaðabætur vegna samráðs olíufélaga

Dala-Rafn siglir inn til Vestmannaeyja.
Dala-Rafn siglir inn til Vestmannaeyja. mbl.is/Sigurgeir

Útgerðarfé­lagið Dala-Rafn ehf. í Vest­manna­eyj­um fékk í dag dæmd­ar 2,3 millj­ón­ir króna í bæt­ur vegna ólög­legs sam­ráðs olíu­fé­lag­anna Kers, Olís og Skelj­ungs und­ir lok síðustu ald­ar. 

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur seg­ir að Dala-Rafni hafi tek­ist að sýna fram á, að hann hafi orðið fyr­ir tjóni vegna sam­ráðs olíu­fé­lag­anna.  Útgerðarfé­lagið byggði kröfu sína m.a. á því, að sam­ráð olíu­fé­lag­anna hafi náð til alls ol­íu­markaðar­ins á Íslandi og það hafi haft áhrif á viðskipti og viðskipta­kjör fé­lags­ins hjá olíu­fé­lög­un­um, sem hafi hafi tek­ist með hinu ólög­mæta sam­ráði að halda olíu­verði hærra en ef eðli­leg­ar sam­keppn­isaðstæður hefðu ríkt á ol­íu­markaðinum á Íslandi.

Fram kem­ur í dómn­um, að Dala-Rafn ehf. hafi ít­rekað reynt að fá til­boð í viðskipti sín eða flytja olíu­viðskipti sín gegn því að fá hag­stæðari kjör, en það hafi eng­an ár­ang­ur borið vegna ólög­mæts sam­ráðs olíu­fé­lag­anna.

Þá byggði kraf­an á því, að olíu­fé­lög­in hefðu haft með sér ólög­mætt sam­ráð á olíu­markaðinum í Vest­manna­eyj­um sér­stak­lega.

Auk skaðabót­anna voru olíu­fé­lög­in dæmd til að greiða Dala-Rafni 1 millj­ón króna í máls­kostnað.

Dóm­ur­inn í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert