Góð skilyrði fyrir umskipunarhöfn

Góð skil­yrði eru á Íslandi fyr­ir um­skip­un­ar­höfn sem þjónað gæti flutn­ing­um milli meg­in­landa Evr­ópu og Am­er­íku um Norður-Íshaf til Asíu, ef ný sigl­inga­leið opn­ast þar með minnk­andi ís. Íslensk stjórn­völd munu fylgj­ast náið með þess­ari þróun og kynna kosti Íslands í því sam­bandi.

Ráðuneytið seg­ir, að í skýrsl­unni sé lagður grunn­ur að heild­stæðri stefnu Íslands á norður­slóðum og sé það í fyrsta sinn sem heild­ar­ú­t­ekt hafi verið gerð á mál­efn­um norður­slóða og þýðingu þeirra fyr­ir ís­lenska hags­muni, að sögn ráðuneyt­is­ins. Sér­stak­lega er litið til um­hverf­is- og auðlinda­mála, ör­ygg­is­mála, at­vinnuþró­un­ar og breytts um­hverf­is sigl­inga á norður­slóðum. Einnig er hugað að vís­ind­um og rann­sókna­sam­starfi og sam­vinnu há­skóla og at­vinnu­lífs um mál­efni norður­slóða. 

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir í inn­gangi að skýrsl­unni, að hún dragi fram mik­il­vægi sjálf­bærr­ar nýt­ing­ar nátt­úru­auðlinda norður­slóða, sem og varðveislu þeirra, fyr­ir vel­sæld á Íslandi til langs tíma litið. Hún beini at­hygl­inni að þeim grunnþátt­um at­vinnu­lífs­ins sem tengj­ast legu lands­ins og nátt­úru, lýsi þeim breyt­ing­um sem nú eru að verða á norður­slóðum og þýðingu þeirra fyr­ir ís­lenska hags­muni. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert