Pólitísk afskipti hamla samkeppni

Forsætisráðherra segir útgjöld til velferðarmála hafa  hækkað um þrjú prósent frá aldamótum. Á sama tíma hafa útgjöld ríkisins aukist um sextíu prósent. Hún vill hagræða í ríkisrekstri meðal annars með því að sameina ráðuneyti efnahagsmála undir sama hatt sem og ráðuneyti atvinnumála. Hún segist vilja forgangsraða uppá nýtt og telur að slíkar breytingar þurfi ekki endilega að þýða fækkun opinberra starfsmanna.

Þetta kom fram í ávarpi hennar á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins.

Jóhanna vill skattaívilnanir til að örva atvinnulífið en sagði að stjórnendur fyrirtækja gætu ekki ætlast til að launþegar tækju á sig launalækkun á sama tíma og þeir greiddu sjálfum sér arð. Þá vill hún samræmda stefnu um samkeppnishæfni Íslands. Óhófleg skriffinnska, vanþróuð eftirlitskerfi og pólitísk afskipti af stjórnum og mönnun fyrirtækja hamla samkeppnisfærni. Þjóðir með gagnsætt skattkerfi, lágmarks skriffinnsku og vandaða stjórnsýslu hafi því gott forskot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert