Sést til lunda í Vestmannaeyjum

Lundinn er kominn til Eyja.
Lundinn er kominn til Eyja.

Sést hefur til lunda á sjónum við Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Fram kemur á fréttavefnum Suðurlandinu.is, að lundinn hafi þó ekki enn „sest upp“ eins og sagt sé þegar fuglinn vitjar hola sinna í lundabyggðunum.

Í fyrra varð lunda vart á svipuðum tíma við Eyjar en hann er yfirleitt fyrr á ferðinni annars staðar á landinu. Svo er þó ekki nú því lundi var kominn í Grímsey í síðustu viku. Þá hefur sést til lunda við Flatey í Breiðafirði, úti fyrir Norðurlandi og í Mýrdalnum á Suðurlandi.

Lundavarpið í Vestmannaeyjum er það stærsta í heiminum. Samkvæmt nýjum tölum eru rúmlega 1,1 milljón lundahola í Eyjum og voru 62% af þeim í notkun í fyrra sem þýðir að lundastofninn í Vestmannaeyjum telur tæplega 700.000 pör.

Stofninn hefur verið í lélegu ástandi síðustu ár vegna minnkandi fæðu og í fyrra var rætt um að hugsanlega þyrfti að banna lundaveiðar í ár.

Suðurlandið.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert