Þögn Jóhönnu til umræðu í Færeyjum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mbl.is/Ómar

Greint er frá því á færeyska vefnum Portal að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands muni ekki ræða við erlenda fjölmiðla fyrr en eftir kosningarnar á laugardag.

Segir þar að bæði AP fréttastofan og arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hafi farið fram á að fá viðtöl við Jóhönnu en að beiðnum þeirra hafi verið hafnað á grundvelli annríkis forsætisráðherrans.

 Þá segir að stjórnarandstaðan á Íslandi hafi lengi gagnrýnt afstöðu Jóhönnu til fjölmiðla, ekki síst erlendra og að sagan segi að rekja megi tregðu hennar til að veita erlendum fjölmiðlum viðtöl sé sú að hún sé ekki sérlega sleip í erlendum tungumálum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert