Greint er frá því á færeyska vefnum Portal að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands muni ekki ræða við erlenda fjölmiðla fyrr en eftir kosningarnar á laugardag.
Segir þar að bæði AP fréttastofan og arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hafi farið fram á að fá viðtöl við Jóhönnu en að beiðnum þeirra hafi verið hafnað á grundvelli annríkis forsætisráðherrans.