Þóra Kristín kjörin formaður Blaðamannafélags Íslands

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fyrir miðri mynd, á aðalfundi BÍ í …
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fyrir miðri mynd, á aðalfundi BÍ í kvöld. mbl.is/GSH

Þóra Krist­ín Ásgeirs­dótt­ir, blaðamaður á Frétta­vef Morg­un­blaðsins, mbl.is, var kjör­in formaður Blaðamanna­fé­lags Íslands sem fer fram í kvöld og stend­ur enn. Alls greiddu 100 manns at­kvæði, Þóra fékk 65% þeirra en Krist­inn Hrafns­son 34% og einn seðill var auður. Þóra Krist­ín hef­ur verið vara­formaður BÍ und­an­far­in þrjú ár.

Frá­far­andi formaður BÍ, Arna Schram, gaf ekki kost á sér til end­ur­kjörs.

Aðrir stjórn­ar­menn voru end­ur­kjörn­ir; Elva Björk Sverr­is­dótt­ir, Sig­urður Már Jón­son og Svavar Hall­dórs­son. Þá kem­ur Krist­inn Hrafns­son nýr inn í stjórn­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert