Útsöluferðir til Íslands

Norræna í Seyðisfjarðarhöfn.
Norræna í Seyðisfjarðarhöfn. mbl.is/Steinunn

Margir Færeyingar hafa á undanförnum mánuðum gripið tækifærið og ferðast til Íslands en verðlagið hér er óvenjulega lágt í augum útlendinga vegna þess hve gengi íslensku krónunnar hefur hrunið. Nú bjóða Smyril Line og Flugfélag Íslands Færeyingum Íslandsferðir fyrir lágt verð.

Að sögn fréttavefjarins Portal.fo býðst Færeyingum, Dönum og öðrum sem vilja fara til Íslands með Norrænu en eru ekki á bíl, að sigla til Seyðisfjarðar og fljúga síðan til Reykjavíkur frá Egilsstöðum.

Þetta þýðir að Færeyingar geta, fyrir afar lágt verð, geta heimsótt Reykjavík í lengri eða skemmri tíma, segir vefurinn.

Haft er eftir markaðsstjóra Smyril Line an þar á bæ bindi menn miklar vonir við samstarfið við Flugfélag Íslands. 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert