Útsöluferðir til Íslands

Norræna í Seyðisfjarðarhöfn.
Norræna í Seyðisfjarðarhöfn. mbl.is/Steinunn

Marg­ir Fær­ey­ing­ar hafa á und­an­förn­um mánuðum gripið tæki­færið og ferðast til Íslands en verðlagið hér er óvenju­lega lágt í aug­um út­lend­inga vegna þess hve gengi ís­lensku krón­unn­ar hef­ur hrunið. Nú bjóða Smyr­il Line og Flug­fé­lag Íslands Fær­ey­ing­um Íslands­ferðir fyr­ir lágt verð.

Að sögn frétta­vefjar­ins Portal.fo býðst Fær­ey­ing­um, Dön­um og öðrum sem vilja fara til Íslands með Nor­rænu en eru ekki á bíl, að sigla til Seyðis­fjarðar og fljúga síðan til Reykja­vík­ur frá Eg­ils­stöðum.

Þetta þýðir að Fær­ey­ing­ar geta, fyr­ir afar lágt verð, geta heim­sótt Reykja­vík í lengri eða skemmri tíma, seg­ir vef­ur­inn.

Haft er eft­ir markaðsstjóra Smyr­il Line an þar á bæ bindi menn mikl­ar von­ir við sam­starfið við Flug­fé­lag Íslands. 
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert