Breyttist í Júní í september

Gissur Júní Kristjánsson
Gissur Júní Kristjánsson mbl.is/Rax

Gissur Júní Kristjánsson lögfræðingur hefur borið eiginnafnið Júní frá því í september á síðasta ári. Gissur, sem er kominn á sjötugsaldur, segir að síðasta sumar hafi vaknað hjá sér löngun til að bæta við nafninu Júní.

„Þetta er fallegt nafn, enda er júnímánuður einn bjartasti tími ársins. Aðrar þjóðir hafa líka notað þetta nafn, meðal annars Rómverjar og báru rómversk stórmenni gjarnan þetta sögufræga nafn sem og gyðjan Júnó, eiginkona Júpíters,“ segir Gissur Júní.

 

Í framhaldi gerði hann sér ferð niður á skrifstofu Þjóðskrár og komast þá að því að mannsnafnið Júní var ekki til á mannanafnaskrá. Senda þurfti því sérstaka beiðni til mannanafnanefndar til að fá það samþykkt.

Gissur Júní segir beiðni um skráningu nafnsins hins vegar ekki hafa verið flókna. „Ég fyllti bara út einfalt skjal á staðnum og svo sá Þjóðskrá um að senda beiðnina áfram. Þremur vikum síðar barst mér svo bréf um að mannanafnanefnd hefði samþykkt nafnið.“

En þess má geta að júní er einnig fæðingarmánuður þessa fyrsta íslenska Júnís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka