Frost á Suðurlandi og Vestfjörðum

Það var ólíkt hlýlegra á Akureyri í dag heldur en …
Það var ólíkt hlýlegra á Akureyri í dag heldur en þennan dag sem þessi mynd var tekin Skapti Hallgrímsson

Vetur og sumar frusu saman á Vestfjörðum og víða á Suðurlandi. Hins vegar var hlýjast á Austurlandi og eins fraus saman á fáum stöðum norðanlands ef horft er á hitatölur næturinnar á láglendi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist 2,4 stiga frost á Seljalandsdal við Ísafjörð og 1,9 stiga frost í Árnesi og 1,3 stiga frost að Hjarðarlandi í Árnessýslu. Þekkið skal fram í öllum tilvikum er um mælingu í tveggja metra hæð að ræða og ekki ólíklegt að frost hafi verið meira við jörð.

Í Reykjavík fór hitinn lægst í 0,9 gráður í nótt en við jörðu fór hann lægst í 1,1 stigs frost. Margir ökumenn fóru ekki varhluta af hálkunni í morgunsárið og hefur verið mikið annríki hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna fjölda umferðaróhappa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka