Hótanir ráðherra ekki við hæfi

Mynd smabatar.is

Stjórn Reykjaness - félags smábátaeigenda á Reykjanesi lýsir furðu sinni á viðhorfum ráðherra ríkisstjórnar Samfylkingar og vinstri grænna til þeirra sem enn stunda undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Í ályktun Reykjaness segir að ráðherrar fiski til sín atkvæði með hótun um þjóðnýtingu aflaheimilda.

Stjórn Reykjaness, félags smábátaeigenda á Reykjanesi Þingaði í vikunni og ræddi meðal annars um svokallaða fyrningarleið sem stjórnarflokkarnir hafa reifað. Í ályktun stjórnarinnar er furðu lýst á viðhorfum ráðherra.

„Að heyra ráðherra tala frá hinu háa Alþingi  um útgerðarauðvald og sægreifa eins og hverja aðra ótínda glæpamenn, er meira en hægt er að sitja undir  þegjandi. Að enn á ný skuli forystumenn þjóðarinnar leggjast svo lágt að nota sjávarútveginn til að fiska til sín atkvæði með hótun um þjóðnýtingu, er ekki það sem sjávarútvegurinn þarf á að halda, nú á þessum tímum,“ segir í ályktun stjórnar Reykjaness.

Vefur Landssambands smábátaeigenda

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert