Hundruð slógu skjaldborg um Helguvík

Hundruð Suður­nesja­manna slógu í dag skjald­borg um ál­verið í Helgu­vík. Með gjörn­ingn­um vildu þeir tryggja að ekk­ert stöðvi þúsund­ir at­vinnu­tæki­færa á svæðinu.

Hóp­ur­inn sam­an­stóð af fólki sem læt­ur sig bygg­ingu ál­vers varða.Hóp­ur­inn vildi minna á að þrátt fyr­ir að fjár­fest­ing­ar­samn­ing­ur um ál­verið hafi verið af­greidd­ur á Alþingi eru ennþá brýn mál sem þarf sam­stöðu um í rík­is­stjórn­inni. Í til­kynn­ingu seg­ir að enn sé hætta á að stjórn­mála­menn nái að stöðva ál­vers­fram­kvæmd­irn­ar með ósætti vegna af­greiðslu um­hverf­isþátta og hafn­ar­fram­kvæmda.

Tæp­lega tvö þúsund manns eru nú á at­vinnu­leys­is­skrá á Suður­nesj­um en þar er at­vinnu­leysi nú hlut­falls­lega mest á land­inu. 

Í til­kynn­ingu hóps­ins seg­ir að ljóst sé að mik­il ósamstaða sé á milli rík­i­s­tjórn­ar­flokk­anna um þá upp­bygg­ingu sem átt hef­ur sér stað í Helgu­vík. Miðað við 360 þúsund tonna ál­ver skap­ist 1800 vel launuð störf sem séu lífs­nauðsyn­leg fyr­ir Suður­nes­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert