Sparisjóðsstjóri SpKef hættir

Geirmundur Kristinsson flytur ræðu á aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík.
Geirmundur Kristinsson flytur ræðu á aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík. Ljósmynd/Víkurfréttir

Kristján Gunn­ars­son var í gær­kvöldi kjör­inn nýr formaður Spari­sjóðsins í Kefla­vík á aðal­fundi sjóðsins, seg­ir á vf.is. Fram kom að Geir­mund­ur Krist­ins­son myndi láta af störf­um á ár­inu og Ang­an­týr Jónas­son yrði ráðinn spari­sjóðsstjóri frá 1. júní til ára­móta.

Garðar Ketill Vil­hjálms­son var kos­inn vara­formaður. Aðrir í stjórn eru Mar­grét Ágústs­dótt­ir úr Kefla­vík, Heim­ir Ágústs­son úr Húnaþingi vestra og Björg­vin Sig­ur­jóns­son af Vest­fjörðum. Í vara­stjórn eru Krist­inn Jónas­son, Guðbrand­ur Ein­ars­son, Óskar Elís­son og Ásdís Ýr Jak­obs­dótt­ir. 

Mikl­ar umræður urðu á fund­in­um um stöðu spari­sjóðsins og framtíð, að því er fram kem­ur á vef Vík­ur­frétta.

Geir­mund­ur sagði um ástæður þess að hann segði upp störf­um að hann væri of hátt launaður að mati rík­is­valds­ins sem ekki vildi hafa há­launaða spari­sjóðsstjóra í vinnu. Í vinnslu er að rík­is­sjóður leggi stofn­fé í spari­sjóðina.

Sjá vef Vík­ur­frétta.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert