Sparisjóðsstjóri SpKef hættir

Geirmundur Kristinsson flytur ræðu á aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík.
Geirmundur Kristinsson flytur ræðu á aðalfundi Sparisjóðsins í Keflavík. Ljósmynd/Víkurfréttir

Kristján Gunnarsson var í gærkvöldi kjörinn nýr formaður Sparisjóðsins í Keflavík á aðalfundi sjóðsins, segir á vf.is. Fram kom að Geirmundur Kristinsson myndi láta af störfum á árinu og Angantýr Jónasson yrði ráðinn sparisjóðsstjóri frá 1. júní til áramóta.

Garðar Ketill Vilhjálmsson var kosinn varaformaður. Aðrir í stjórn eru Margrét Ágústsdóttir úr Keflavík, Heimir Ágústsson úr Húnaþingi vestra og Björgvin Sigurjónsson af Vestfjörðum. Í varastjórn eru Kristinn Jónasson, Guðbrandur Einarsson, Óskar Elísson og Ásdís Ýr Jakobsdóttir. 

Miklar umræður urðu á fundinum um stöðu sparisjóðsins og framtíð, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta.

Geirmundur sagði um ástæður þess að hann segði upp störfum að hann væri of hátt launaður að mati ríkisvaldsins sem ekki vildi hafa hálaunaða sparisjóðsstjóra í vinnu. Í vinnslu er að ríkissjóður leggi stofnfé í sparisjóðina.

Sjá vef Víkurfrétta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert