Stýrir samstarfi norrænna vinstri grænna

Björg Eva Erlendsdóttir, ritstjóri Smugunnar, tekur í sumar við framkvæmdastjórn samstarfsvettvangs vinstri grænu flokkanna á Norðurlöndum. Þetta er í fyrsta sinn sem starfið fellur í skaut Íslendinga.

Á vef VG segir að starfið snúi aðallega að skipulagningu samstarfsins og miðlun upplýsinga á milli systurflokkanna sem eru: Vänsterpartiet í Svíþjóð, Socialistisk Folkeparti og Enhedslisten í Danmörku, Sosialistisk Vensterparti í Noregi, Vaxemmistoliitto í Finnlandi, Inuit Ataqatigiit í Grænlandi og Tjoðveldisflokkurinn í Færeyjum.

Miðstöð samstarfsins verður rekin á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert