Tilhæfulaust að ríkið taki Icelandair yfir

„Orðróm­ur um að ríkið kunni að þurfa að taka yfir rekst­ur Icelanda­ir er til­hæfu­laus,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sem fjár­málaráðuneytið sendi frá sér. Til­efnið er frétta­flutn­ing­ur af opn­um fundi Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar á Aust­ur­landi og um­mæli hans um rekstr­ar­erfiðleika Icelanda­ir.

Í til­kynn­ingu fjár­málaráðuneyt­is­ins seg­ir að sá orðróm­ur að fjár­málaráðherra telji að ríkið þurfi að koma að eða taka yfir rekst­ur flug­fé­lags­ins Icelanda­ir að hluta til eða öllu leyti sé til­hæfu­laus með öllu.

„Fjár­málaráðherra hef­ur eng­ar upp­lýs­ing­ar um annað en að rekst­ur flug­fé­lags­ins gangi eft­ir at­vik­um og miðað við aðstæður vel. Má halda því fram að fé­lag­inu hafi tek­ist vel til í afar erfiðu starfs­um­hverfi að und­an­förnu. Þó erfiðleik­ar kunni að herja á ein­hverja í eig­enda­hópi fé­lags­ins, eins og því miður mjög marga aðra, um þess­ar mund­ir, breyt­ir það ekki því sem að ofan grein­ir um stöðu fé­lags­ins og dug­mikla bar­áttu stjórn­enda þess við erfiðar aðstæður,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert