Vetrarfærð á Vestfjörðum

Rax

Á Vestfjörðum er víðast hvar vetrarfærð. Klettsháls er ófær enda hefur verið stórhríð þar frá því síðdegis. Ekki er heldur neitt ferðaveður á Steingrímsfjarðarheiði, stórhríð og færð farin að spillast. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði voru orðnar þungfærar í morgun. Eyrarfjall er ófært. Þungfært er á köflum á Ströndum. Það fer því lítið fyrir sumri á þessum hluta landsins.

Á Holtavörðuheiði er hálka og éljagangur. Hálkublettir eru bæði á Vatnaleið og Fróðárheiði. Á Austurlandi er krapi á Breiðdalsheiði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að hvöss og hviðótt norðanátt sé á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig megi reikna með hvassviðri undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert