Launavísitala hækkar um 0,1%

Launavísitala í mars 2009 hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði, samkvæmt mælingu Hagstofunnar.. Vísitalan mælist nú 356,1 stig. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,5%.

Þá jókst kaupmáttur launa um 0,7% frá fyrri mánuði.
Vísitala kaupmáttar launa í mars er 109,2 stig. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 8,4%.

Samkvæmt kjarasamningum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins sem undirritaður var þann 17. febrúar 2008 átti 13.500 króna hækkun launataxta að koma til framkvæmda þann 1. mars 2009. Þrátt fyrir að fyrir lægi samkomulag á milli aðila vinnumarkaðarins um frestun launahækkana komu þær til framkvæmda hjá hluta þeirra fyrirtækja sem aðild eiga að Samtökum atvinnulífsins.

Samkvæmt ákvörðun Kjararáðs frá 23. febrúar sl. lækkuðu laun embættismanna sem undir kjararáð heyra, annarra en dómara og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands um 5-15% frá 1. mars 2009. Áður hafði Kjararáð ákvarðað að laun alþingismanna skyldu lækka um 7,5% og laun ráðherra um 14-15%.

Frétt Hagstofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka