Ásgrímur Angantýsson hefur verið ráðinn málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins samkvæmt tilkynningu frá Rúv. Staðan var auglýst fyrr í mánuðinum og sóttu alls fjórtán um hana.
Ásgrímur er með meistarapróf í íslenskri málfræði og almennum málvísindum og er nú á lokastigum doktorsnáms. Hann hefur m.a. reynslu af kennslu á öllum skólatsigum, skólastjórn og rannsóknum á sviðið íslenskra fræða að því er fram kemur í tilkynningu Rúv. Ásgrímur tekur við störfum þann 1. maí næstkomandi.