Segja VG hindra skoðanaskipti

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Árni Sæberg

Vinstri Grænir hafa kært Vefþjóðviljann til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa, vegna auglýsingar sem birtist í dagblöðum í vikunni og var beint gegn flokknum með mynd af Steingrími J. Sigfússyni formanni hans. Í auglýsingunni var því haldið fram að Steingrímur sé sá þingmaður sem hafi hagnast mest á eftirlaunafrumvarpinu við ríkisstjórnarskiptin 1. febrúar, eða um 15 milljónir króna.

Í yfirlýsingu frá Andríki, útgáfufélagi Vefþjóðviljans, segir að félaginu „þyki miður að stjórnmálaflokkur skuli reyna að hindra skoðanaskipti í þjóðfélaginu með þessum hætti. Vinstri grænir auglýsa sjálfa sig fyrir tugi milljóna króna um þessar mundir. Kostnaðurinn við auglýsingaflóð VG er greiddur af almenningi í gegnum ríkissjóð. VG virðist hins vegar ekki þola að lítið áhugamannafélag kynni ákveðnar staðreyndir um formann flokksins fyrir almenningi með mjög hóflegum auglýsingum.“

Þar segir að kæran sé byggð á þeirri staðreynd að í auglýsingunni hafi verið notast við andlitsmynd af Steingrími J. Sigfússyni án leyfis sem sé brot á siðareglum, en athugasemd sé ekki gert við sjálft efni hennar. Andríki telur að tilgangur kærunnar til siðanefndarinnar sé  „augljóslega að reyna að hindra frekari birtingu auglýsingarinnar, svo þessar upplýsingar komist ekki til vitundar fleira fólks.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert