Siv slegin yfir ævintýralegri atburðarás

00:00
00:00

Siv Friðleifs­dótt­ir alþing­ismaður seg­ir trúnaðargögn um Ices­a­ve deil­una sem kynnt voru á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í morg­un leiða í ljós að hún hafi haft ranga mynd af gangi mála. Hún skor­ar á Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra að gera gögn­in op­in­ber. Nefnd­ar­menn mega ekki tjá sig um gögn­in. At­b­urðarrás banka­hruns­ins sé æv­in­týra­legri en hún hafi nokk­urn tím­ann ímyndað sér og hún sé sleg­in yfir þeim upp­lýs­ing­um sem hafi komið fram. Málið hafi þó ekki skýrst mikið. Það standi enn orð á móti orði um Ices­a­veá­byrgðirn­ar.

Geir H. Haar­de fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra var gest­ur á fund­in­um. Hann seg­ir ekk­ert þar hafa komið sér á óvart en taldi að gögn­in gætu skýrt ým­is­legt fyr­ir þing­mönn­um sem þeir vissu ekki áður.

Árni Þór Sig­urðsson formaður Ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar sagði gögn­in kom­in frá rann­sókn­ar­nefnd um banka­hrunið og efni þeirra yrði sjálfsagt op­in­bert þegar nefnd­in lyki störf­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka