Vegagerðin varar við því að snarpar vindhviður séu nú við Ingólfsfjall. Víða er slæm færð á vegum á Vestfjörðum, Vestur- og Norðurlandi.
Á Holtavörðuheiði er hálka og talsverður skafrenningur. Hálka er einnig á Fróðárheiði en hálkublettir eru á Vatnaleið, Heydal og norðanverðu Snæfellsnesi. Hvasst er einnig á sunnanverðu Snæfellsnesi og þar er víða skafrenningur. Hálkublettir eru á Bröttubrekku en hálka er í Miðdölum og á Svínadal.
Hálkublettir eða snjóþekja eru nokkuð víða á vegum á Vestfjörðum. Ófært er á Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði og Eyrarfjalli. Eins er ófært á norðanverðum Ströndum. Skafrenningur er bæði á Klettshálsi og Steingrímsfjarðarheiði.
Hálka er í Vestur-Húnavatnssýslu og einnig á Þverárfjalli og hálkublettir eru á Vatnsskarði og Öxnadalsheiði.