Vindorka er niðurgreidd

mbl.is/Einar Falur

„Slík orka er ekki samkeppnishæf við hagkvæmustu kosti og því alltaf niðurgreidd kröftuglega með einum eða öðrum hætti,“ segir Þorkell Helgason, fyrrverandi orkumálastjóri, um hugsanlega vindorkuframleiðslu á Íslandi.

Virkjun vindorku er möguleiki sem Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra teflir fram sem valkosti við olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Í Morgunblaðinu í gær staðfesti hún andstöðu sína við olíuleitina og sagði nær að Íslendingar reyndu að virkja vindinn á hálendinu og meðfram ströndum landsins. „Kynni ekki að vera að það skapaði miklu fleiri atvinnutækifæri í landinu en olíuvinnsla?“ sagði Kolbrún. Flokkur hennar hefur hins vegar brugðist við yfirlýsingum Kolbrúnar með því að árétta að hann sé ekki mótfallinn olíuleitinni.

Vindorka á og við Ísland var kortlögð í tíð Þorkels sem orkumálastjóra, en þá var í samvinnu við Veðurstofuna búinn til vindatlas, kort af ætlaðri vindorku við landið. Vindorka er síst minni hér en í löndum sem þegar eru byrjuð að nýta hana, t.d. Danmörku, en aðstæður eru aðrar hér.

Ólík staða á Íslandi

„Vindorkan keppir ekki í verði við þessar virkjanir sem við höfum verið að byggja, jarðvarma og vatnsorku. Það er ekki raunhæfur möguleiki á meðan sátt er um að virkja jarðvarma eða vatnsafl,“ segir Guðni. Sá tími komi samt á endanum, þegar Íslendingar þurfi að skoða þennan kost.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert