Fréttaskýring: Hvenær getum við farið að nýta þessa skóga?

Trönum í fiskihjalla hlaðið á bíl á Hallormsstað haustið 2005.
Trönum í fiskihjalla hlaðið á bíl á Hallormsstað haustið 2005. mbl.is/Þór Þorfinnsson

Skóg­rækt og nýt­ing auðlind­ar­inn­ar hef­ur nokkuð verið til umræðu á síðustu mánuðum og eft­ir­spurn eft­ir afurðum hef­ur auk­ist eft­ir banka­hrunið.

„Þessi mál hafa kom­ist í enn meiri brenni­dep­il eft­ir að krepp­an skall á. Við fáum alls kon­ar fyr­ir­spurn­ir og ekki síst er spurt „hvenær þessi skóg­ur kem­ur og hvort við get­um ekki farið að nota hann“,“ seg­ir Þröst­ur Ey­steins­son, sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skóg­rækt rík­is­ins.

Inn­flutn­ing­ur á skóg­ar­af­urðum nam 17,2 millj­örðum króna í fyrra og dróst lít­il­lega sam­an frá 2007, þar sem inn­flutn­ing­ur var lít­ill síðustu þrjá mánuði 2008. Alls voru flutt inn um 78 þúsund tonn af viði að verðmæti um 8,7 millj­arðar. Af papp­ír og pappa voru flutt inn 48 þúsund tonn að verðmæti 8,5 millj­arðar. Inn­lend fram­leiðsla skóg­ar­af­urða er 0,6% af inn­flutn­ingi í tonn­um talið og 0,5% af inn­flutn­ingi í krón­um.

Hægt að spara gjald­eyri

Þröst­ur seg­ir að það sé full­kom­lega raun­hæft að stefna að því að inn­lend fram­leiðsla verði allt að ¾ af notk­un á viði, papp­ír og pappa. „Alltaf þegar við ræðum um skóg­rækt þá erum við að tala um ára­tugi, en eft­ir einn manns­ald­ur eða svo get­um við hik­laust verið sjálf­bær á mörg­um sviðum,“ seg­ir Þröst­ur.

„Byrj­un­in hjá okk­ur er orðin tví­tug ef ég miða við upp­haf Héraðsskóga og síðan lands­hluta­bund­inna skóg­rækt­ar­verk­efna um og upp úr 1990. Reynd­ar er þegar farið að mjatl­ast inn í fram­leiðslu úr grisj­un úr skóg­um sem voru gróður­sett­ir upp úr 1950.“

Þröst­ur varp­ar því fram að um 4-5 ára­tugi geti tekið að verða sjálf­bær í fram­leiðslu á borðum og plönk­um. Hann nefn­ir einnig brennslu timb­urs sem kol­efn­is­gjafa í málmblendi. 7-8 ára­tugi geti tekið að skapa for­send­ur til að setja upp spóna­plötu­verk­smiðju, en stór hluti af inn­flutn­ingi sé alls kon­ar plöt­ur, sem krefj­ist ekki mik­illa timb­urgæða. Um 100 ár geti verið þar til grund­völl­ur skap­ist fyr­ir papp­írs­fram­leiðslu hér á landi, en þá verði strax að setja auk­inn kraft í rækt­un­ina.„Því leng­ur sem við bíðum með að byggja upp þessa auðlind í al­vöru þá líður lengri tími þar til við get­um farið að nýta hana,“ seg­ir Þröst­ur.

Ríkið verður að taka þátt

Hann seg­ir að ríkið verði að koma að upp­bygg­ing­unni því um lang­tíma­verk­efni sé að ræða. „Í skóg­rækt færðu arðinn kannski ekki fyrr en eft­ir 80 ár og í slíku lang­hlaupi er einka­fjár­magn ein­fald­lega ekki nógu þol­in­mótt. Í góðær­inu slakaði ríkið á frá síðustu alda­mót­um, en nú þarf að meta stöðuna að nýju og svara því hvað við ger­um þegar krepp­an lin­ar tök­in,“ seg­ir Þröst­ur Ey­steins­son.

Margt smátt

Ýmsar afurðir ís­lensku skóg­anna eru nú þegar nýtt­ar og spara dýr­mæt­an gjald­eyri. Þannig eru tré úr skóg­un­um orðin nægi­lega há til að nýta í fisk­hjalla, en sá markaður er sveiflu­kennd­ur. Sala ar­inviðar úr birki, furu og lerki hef­ur auk­ist stöðugt und­an­far­in ár. Lík­legt er að inn­lend fram­leiðsla hafi komið í staðinn fyr­ir inn­flutt­an ar­invið og einnig eldivið til að baka pitsur.
Fyr­ir­tækið Hestal­ist hóf að kaupa inn­lend­an grisj­un­ar­við til sinn­ar fram­leiðslu árið 2008, en fyr­ir­tækið fram­leiðir þurrkaða hef­il­spæni sem notaðir eru sem und­ir­burður und­ir hús­dýr. Í fyrra voru flutt inn tæp­lega 2400 tonn, en eft­ir fall krón­unn­ar í fyrra­haust hef­ur Skóg­rækt rík­is­ins leit­ast við að auka grisj­un og sinna þess­um markaði. Þörf­in fyr­ir þessa einu afurð er þó meiri en ís­lensk­ir skóg­ar geta annað að svo stöddu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert