Á syllu í þrjá tíma

mbl.is/Jón Svavarsson

„Ég gat ekkert hreyft mig því syllan var svo lítil og það var þvernhnípt
niður," segir Elín Vala Arnórsdóttir, 19 ára framhaldsskólanemi sem í kvöld lenti í sjálfheldu í klettabelti ofarlega í Vífilsfelli. Þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði henni úr hlíðum fjallsins en Elín Vala segir dvölina á þröngri syllunni hafa verið kalda, að öðru leyti sé hún við góða heilsu.

„Ég lagði af stað um þrjúleytið frá rótum fjallsins og gekk alla leið upp í eftir göngustíg. Svo ætlaði ég niður aftur en fór þá vitlausa leið. Það var svo mikill snjór og klettar og allt rann saman og ég vissi ekki að þetta væri svona þverhnípt. Svo lenti ég bara á einhverri syllu og var þar í þrjá tíma,“ segir Elín Vala.

Síminn kom að góðum notum 

Elín Vala segist ekki hafa getað hreyft sig í allan tímann þar sem þverhnípt hafi verið niður og klettur fyrir ofan hana. Hún hringdi í Neyðarlínuna og var símasambandi við björgunarmenn sem áttu erfitt með að finna hana þar sem hún var dökkklædd, Elín Vala var þó með bleika húfu sem gerði hana sýnilegri  „Þeir sáu mig ekki og svo datt síminn út og þá gat ég ekkert gert, ég er ennþá í sjokki,“ segir Elín Vala sem vill koma á framfæri þakklætis til björgunarfólksins.  Tugir björgunarsveitamanna lögðu sig í hættu við mjög erfiðar aðstæður til að leita stúlkunnar og voru í sambandi við hana allt þar til rafhlaðan tæmdist.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að aðstoða við leitina eftir að þrír hópar björgunarfólks höfðu verið við leit og farið var að rökkva. „Þyrlan fór svo nokkrum sinnum framhjá mér því það var svo erfitt að sjá mig," segir Elín Vala. Hún segist ekki hafa verið hrædd þegar sigmaður Gæslunnar greip hana með sér og þau voru hífð upp í þyrluna.

Fjallgangan var að sögn Elínar hluti af skólaverkefni við FSu í áfanga þar sem nemendur hafa farið í göngur í hóp á vegum skólans. Eina ferð áttu þau svo að fara á eigin vegum en mælt hafði verið með því að þau hefðu með sér félaga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert