Aldrei fleiri konur á þingi

Konum fjölgaði á Alþingi í kosningunum í gær.
Konum fjölgaði á Alþingi í kosningunum í gær. Ómar Óskarsson

27 konur og 36 karlar náðu kjöri á Alþingi í kosningunum í gær. Þetta þýðir að aldrei hafa hlutfallslega fleiri konur setið á þingi. Hlutfallið er 42,9%, en það var 31,2% eftir síðustu kosningar. Tveir þingmenn hættu á síðasta kjörtímabili og einn lést og því var hlutfall kvenna á þingi 36,5% þegar gengið var til kosninga.

Konur og karlar eru jafnmargir í þremur flokkum eftir kosningarnar í gær. 10 konur eru í 20 manna þingflokki Samfylkingar. 7 konur eru í 14 manna þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Tvær konur eru í fjögurra manna þingflokki Borgarhreyfingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 16 þingmenn kjörna, þar af 5 konur. Framsóknarflokkurinn fékk 9 þingmenn og þar af 3 konur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert