Í engri stöðu til að setja VG kosti

Hjörleifur Guttormsson.
Hjörleifur Guttormsson.

"Ljóst er að Sam­fylk­ing­in hef­ur enga stöðu til að setja VG eða öðrum flokk­um kosti í Evr­ópu­mál­um." Þetta seg­ir Hjör­leif­ur Gutt­orms­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður og ráðherra á heimasíðu sinni.  

Hjör­leif­ur bend­ir á að Sam­fylk­ing­in hafi fengið 29,8% fylgi í kosn­ing­un­um, en flokk­ur­inn hafi fengið 31% fylgi árið 2003. "Þetta er staðan eft­ir að Íslands­hreyf­ing­in gekk til liðs við Sam­fylk­ing­una fyr­ir kosn­ing­ar og ein­hver ótal­inn fjöldi á að hafa bæst flokkn­um út á kröf­una um ESB-aðild. Hvert fór það lið sem fyr­ir var? Á sama tíma og viðbót­in sem Sam­fylk­ing­in fær er 11,2% bæt­ir VG við sig 51,7% og sú aukn­ing er feng­in m.a. út á ein­arða and­stöðu við ESB-aðild," seg­ir Hjör­leif­ur

"Við þetta bæt­ist að Sam­fylk­ing­in hef­ur ekki mótað sér nein samn­ings­mark­mið varðandi aðild­ar­um­sókn. Jó­hanna er í stöðu Rauðhettu litlu sem stefn­ir beint í gin úlfs­ins. Það er greini­lega afar brýnt að kveðja út björg­un­ar­sveit­ir til að stöðva feigðarfl­an þess­ara ein­feldn­inga sem boðuðu aðild að ESB sem allra meina bót fyr­ir kosn­ing­ar," seg­ir Hjör­leif­ur sem alla tíð hef­ur verið harður and­stæðing­ur aðild­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka