Í engri stöðu til að setja VG kosti

Hjörleifur Guttormsson.
Hjörleifur Guttormsson.

"Ljóst er að Samfylkingin hefur enga stöðu til að setja VG eða öðrum flokkum kosti í Evrópumálum." Þetta segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra á heimasíðu sinni.  

Hjörleifur bendir á að Samfylkingin hafi fengið 29,8% fylgi í kosningunum, en flokkurinn hafi fengið 31% fylgi árið 2003. "Þetta er staðan eftir að Íslandshreyfingin gekk til liðs við Samfylkinguna fyrir kosningar og einhver ótalinn fjöldi á að hafa bæst flokknum út á kröfuna um ESB-aðild. Hvert fór það lið sem fyrir var? Á sama tíma og viðbótin sem Samfylkingin fær er 11,2% bætir VG við sig 51,7% og sú aukning er fengin m.a. út á einarða andstöðu við ESB-aðild," segir Hjörleifur

"Við þetta bætist að Samfylkingin hefur ekki mótað sér nein samningsmarkmið varðandi aðildarumsókn. Jóhanna er í stöðu Rauðhettu litlu sem stefnir beint í gin úlfsins. Það er greinilega afar brýnt að kveðja út björgunarsveitir til að stöðva feigðarflan þessara einfeldninga sem boðuðu aðild að ESB sem allra meina bót fyrir kosningar," segir Hjörleifur sem alla tíð hefur verið harður andstæðingur aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka