Óformlegar stjórnarmyndunarviðræður í dag

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon munu ræðast við í …
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon munu ræðast við í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri grænna, munu ræða óform­lega sam­an í dag um áfram­hald­andi sam­starf flokk­anna. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir mun þá lík­lega leita eft­ir fundi Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, for­seta Íslands, á morg­un.

Vera kann að vara­for­menn flokk­anna sitji fund­inn líka, en þing­flokk­arn­ir verði ekki kallaðir sam­an fyrr en á morg­un. „Við mun­um ganga vask­lega í þetta eins og annað sem að við tök­um okk­ur fyr­ir hend­ur,“ seg­ir Stein­grím­ur og er bjart­sýnn á áfram­hald­andi sam­starf. „Við erum sam­an í rík­is­stjórn og feng­um gríðarlega góðan stuðning frá þjóðinni til að halda því áfram. Það væri nú afar óhefðbundið ef að flokk­ar sem hafa verið í góðu sam­starfi og sem að eng­an skugga hef­ur borið á byrjuðu ekki á að ræða sam­an um fram­haldið.“

Þegar Jó­hanna er spurð hvort að lands­menn megi bú­ast við niður­stöðum úr þeim stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum VG og Sam­fylk­ing­ar fljót­lega seg­ir hún hins veg­ar að ekk­ert liggja á. Þau Stein­grím­ur muni ræðast við í dag og hún leita eft­ir fundi for­seta í fram­haldi af þeim viðræðum. „Það er nauðsyn­legt að fá ákveðnar skýr­ar lín­ur, t.d. varðandi aðild­ina að ESB sem að við leggj­um mikla áherslu á,“ seg­ir Jó­hanna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert